Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 28. október 2019 16:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Páll ráðinn þjálfari Víkings Ó. (Staðfest)
Jón Páll árið 2012. Þá var hann þjálfari hjá Fylki.
Jón Páll árið 2012. Þá var hann þjálfari hjá Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Páll Pálmason hefur verið ráðinn þjálfari Ólafsvíkur Víkinga sem leika í Inkasso-deildinni. Jón Páll tekur við starfinu af Ejub Purisevic sem söðlaði um eftir margra ára veru í Ólafsvík og þjálfar nú hjá Stjörnunni.

Jón Páll er 37 ára gamall Hafnfirðingur sem undanfarin sex ár hefur þjálfað í Noregi. Fyrst þjálfaði hann Klepp í norsku úrvalsdeild kvenna áður en hann tók við karlaliði Stord. Áður hafði hann einnig þjálfað karlalið Hattar í 2. deildinni og Fylki í Pepsi-deild kvenna. Þá hefur hann einnig mikla reynslu úr þjálfun yngri flokka.

Jón Páll gerir 3 ára samning við Víking Ó. og mun samhliða starfi meistaraflokksþjálfara gegna stöðu yfirþjálfara yngri flokka hjá UMF Víkingi/Reyni.

„Ég er þakklátur fyrir að vera treyst fyrir því verkefni að stýra Víkingi í Inkasso-deildinni. Ég hlakka til að flytja heim til Íslands og við munum vinna hart að því að smíða saman mjög gott lið í Ólafsvík," sagði Jón Páll við undirritunina í dag.

„Við í stjórn Víkings erum fullir tilhlökkunar að fá Jón Pál til okkar. Hann er þjálfari sem kemur með reynslu og kraft í okkar klúbb. Við væntum mikils af komandi samstarfi við Jón Pál," sagði Jóhann Pétursson, formaður meistaraflokksráðs Víkings Ó.
Athugasemdir
banner
banner
banner