Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 28. október 2019 16:40
Arnar Helgi Magnússon
Kenan Turudija á Selfossi næstu tvö árin (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Kenan Turudija skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við Selfoss. Fyrri samningur Kenan rann út eftir tímabilið en hann hefur nú ákveðið að vera áfram á Selfossi.

Kenan var stórkostlegur í liði Selfoss í sumar en liðið var mjög nálægt því að tryggja sér sæti í Inkasso-deildinni. Hann var síðan valinn besti leikmaður ársins í 2. deild en fyrirliðar og þjálfarar kusu.

„Ástæðan fyrir því að ég ákvað að framlengja við Selfoss er sú að mér líður eins og heima hjá mér þar. Fólkið á staðnum og í kringum félagið kemur vel fram og það hafði mikil áhrif á ákvörðunina," sagði Kenan Turudija þegar Fótbolti.net spjallaði við hann í dag.

„Ég tók smá tíma í að gera upp hug minn eftir tímabil og ég þakka stjórn félagsins fyrir þolinmæðina."

Kenan skoraði 13 mörk í sumar ásamt því að leggja upp fjölda marka. Hann vonar að hann muni hjálpa Selfyssingum upp um deild næsta sumar.

„Ég vona það svo innilega að við komumst upp um deild næsta sumar og vonandi mun ég spila stóran þátt í því, ég mun að minnsta kosti gera mitt besta," sagði Kenan að lokum.

Hér að neðan má sjá Kenan undirrita nýja samninginn en hann er staddur erlendis þessa dagana.


Athugasemdir
banner
banner