lau 28. desember 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum leikmaður Grindavíkur í Liverpool (Staðfest)
Rachel Furness á Anfield.
Rachel Furness á Anfield.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur nælt í miðjumanninn Rachel Furness frá Reading, en félagið tilkynnti þetta í dag.

Hin 31 árs gamla Furness hefur verið í láni hjá Tottenham síðustu mánuðina.

Rachel Furness er nafn sem einhverjir Íslendingar kannast við. Hún kom til Grindavíkur fyrir sumarið 2010 og spilaði eitt sumar með félaginu í Pepsi-deildinni. Það sumar lék hún 14 leiki í deild og bikar og skoraði fimm mörk. Hún hjálpaði Grindavík að forðast fall.

Liverpool þarf á allri hjálp að halda í úrvalsdeild kvenna á Englandi. Liðið er í næst neðsta sæti með aðeins þrjú stig eftir tíu leiki. Liverpool hefur ekki enn unnið leik.

Úrvalsdeild kvenna í Englandi fer aftur af stað eftir jólafrí þann 5. janúar og þá mætir Liverpool liði Brighton á útivelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner