Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. desember 2019 21:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pellegrini rekinn frá West Ham (Staðfest)
Rekinn!
Rekinn!
Mynd: Getty Images
Snýr Moyes aftur til West Ham?
Snýr Moyes aftur til West Ham?
Mynd: Getty Images
West Ham hefur tekið þá ákvörðun að reka knattspyrnustjórann Manuel Pellegrini úr starfi. Ákvörðun var tekin eftir 2-1 tap gegn Leicester á heimavelli í kvöld.

West Ham tapaði 2-1 þrátt fyrir að Leicester hafi mætt með hálfgert varalið í leikinn. Jamie Vardy, James Maddison, Wilfred Ndidi, Youri Tielemans og fleiri lykilmenn byrjuðu ekki leikinn fyrir Leicester. West Ham var með marga af sínum öflugust leikmönnum í byrjunarliði sínu í leiknum.

Eftir tapið gegn Leicester er West Ham í 17. sæti, einu stigi frá fallsæti.

Pellegrini yfirgefur West Ham eftir 18 mánuði í starfi. Hann var ráðinn í maí 2018 á þriggja ára samningi.

„Það eru mikil vonbrigði að við þurfum að taka þessa ákvörðun," sagði stjórnarformaðurinn David Sullivan. „Það var ljóst að við þurfum að gera breytingu til að koma félaginu aftur í áttina að metnaði okkar fyrir þetta tímabil."

West Ham mætir Bournemouth á nýársdag, en það á enn eftir að tilkynna hver stýrir liðinu í þeim leik.

Pellegrini, sem stýrði West Ham í tíunda sæti á síðasta tímabili, er sjötti stjórinn sem missir vinnuna í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Hinn 66 ára gamli Pellegrini er fyrrum stjóri félaga á borð við Real Madrid og Manchester City. Hann vann Englandsmeistaratitilinn með Man City árið 2014.

Það var skrifað í Telegraph í gær að David Moyes væri líklegastur til að taka við af Pellegrini.

Moyes tók við af Slaven Bilic fyrir tveimur árum og hjálpaði liðinu þá að forðast fall. Hann fékk ekki að halda áfram með liðið eftir það tímabil og hefur ekki verið í starfi síðan þá.

Moyes var orðaður við Everton áður en Carlo Ancelotti var ráðinn þangað. Gæti hann verið á leið til West Ham núna?

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner