Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 29. janúar 2020 19:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Walker-Peters í Southampton (Staðfest) - Cedric á leið til Arsenal
Kyle Walker-Peters.
Kyle Walker-Peters.
Mynd: Getty Images
Southampton hefur fengið bakvörðinn Kyle Walker-Peters á láni frá Tottenham út tímabilið.

Brighton og Crystal Palace höfðu einnig áhuga á hinum 22 ára gamla Walker-Peters, en það var Southampton sem vann kapphlaupið.

Walker-Peters spilaði aðeins í fimm leikjum fyrir Tottenham á tímabilinu, þar af einum hjá Jose Mourinho.

Walker-Peters er fyrsti leikmaðurinn sem Southampton, liðið í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fær í þessum glugga.

Nú þegar Walker-Peters er kominn til Southampton þá hefur félagið samþykkt að lána Cedric Soares til Arsenal út leiktíðina. Hann verður samningslaus eftir leiktíðina.

Cedric er 28 ára portúgalskur landsliðsmaður.
Athugasemdir
banner