Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 29. desember 2019 21:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
David Moyes tekinn við West Ham (Staðfest)
Mættur aftur!
Mættur aftur!
Mynd: Getty Images
David Moyes hefur verið ráðinn sem þjálfari West Ham á nýjan leik. Hann tekur við starfinu af Manuel Pellegrini.

Moyes skrifar undir 18 mánaða samning við West Ham.

Það er í annað sinn sem Moyes tekur við West Ham. Hann tók við af Slaven Bilic fyrir tveimur árum og hjálpaði liðinu þá að forðast fall. Hann fékk ekki að halda áfram með liðið eftir það tímabil og hefur ekki verið í starfi síðan þá.

Moyes var orðaður við Everton áður en Carlo Ancelotti var ráðinn þangað.

Hinn 55 ára gamli Moyes hefur stýrt Preston, Everton, Manchester United, Real Sociedad og Sunderland, auk West Ham.

Næsti leikur West Ham er gegn Bournemouth á nýársdag og verður það fyrsti leikur Moyes. Eftir tap gegn Leicester í gær er West Ham í 17. sæti, einu stigi frá fallsæti.

Athugasemdir
banner
banner
banner