Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 29. desember 2019 14:45
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Erling Haaland til Dortmund (Staðfest)
Erling Haaland verður leikmaður Dortmund 3. janúar.
Erling Haaland verður leikmaður Dortmund 3. janúar.
Mynd: Getty Images
Það voru að berast stórtíðindi frá Þýskalandi því þýska félagið Borussia Dortmund var að staðfesta komu norksa framherjans Erling Haaland.

Haaland hefur raðað inn mörkunum með Red Bull Salzburg í Austurríki í vetur og vakið mikla athygli, hann hefur verið sterklega orðaður við Manchester United og Juventus undanfarnar vikur.

Hinn 19 ára gamli Haaland skrifar undir fjögurra og hálfs árs samning við Dortmund og verður leikmaður félagsins frá og með 3. janúar.

Talið er að Dortmund hafi borgað riftunarverð fyrir kappann sem er sagt vera 18 milljónir punda.

Haaland hefur skorað 16 mörk í 14 leikjum í austurríksu úrvalsdeildinni á þessu tímabili, ekki nóg með það því hann skoraði einnig 8 mörk í 6 leikjum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner