Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 29. desember 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Everton fær enska landsliðskonu frá Lyon (Staðfest)
Izzy Christiansen.
Izzy Christiansen.
Mynd: Getty Images
Kvennalið Everton hefur styrkt sig fyrir átökin á seinni hluta tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Miðjumaðurinn Izzy Christiansen er komin frá franska stórliðinu Lyon. Christiansen, sem er 28 ára gömul, skrifar undir 18 mánaða samning við Everton.

Christiansen er ensk landsliðkona. Hún á að baki 31 landsleik og sex landsliðsmörk.

Hún hóf meistaraflokksferil sinn hjá Everton og er spennt að snúa aftur til félagsins. „Ég er mjög spennt að vera komin aftur til Everton. Þetta er risastórt félag og hér á ég marga vini."

„Ég get ekki beðið eftir því að byrja."

Everton er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir níu leiki. Deildin hefst aftur 5. janúar og þá mætir Everton liði West Ham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner