Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 30. janúar 2020 17:56
Elvar Geir Magnússon
Berge orðinn dýrasti leikmaður Sheffield United (Staðfest)
Chris Wilder náði í Sander Berge.
Chris Wilder náði í Sander Berge.
Mynd: Sheffield United
Sheffield United hefur gert norska miðjumanninn Sander Berge að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Þessi 21 árs leikmaður skrifaði undir samning til fjögurra og hálfs árs.

Berge hefur þegar leikið 20 landsleiki fyrir Noreg. Honum er lýst sem leikmanni með mikinn leikskilning.

„Stjórnin hefur heldur betur sýnt okkur stuðning í þessum glugga og fengið leikmann eins og Sander," segir Chris Wilder en Berge kemur frá Genk í Belgíu.

„Þegar við funduðum með Sander var strax ljóst að hann var spenntur fyrir því að koma. Ég tel að þessi kaup sýni glögglega hversu langt félagið er komið á stuttum tíma."

Sheffield United er í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið hefur komið mjög á óvart í vetur.


Athugasemdir
banner
banner
banner