fim 30. janúar 2020 21:45
Ívan Guðjón Baldursson
Burnley kaupir fyrirliða Bristol City (Staðfest)
Nahki Wells fer til Bristol
Brownhill mun reyna fyrir sér í ensku úrvalsdeildinni.
Brownhill mun reyna fyrir sér í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Burnley er búið að ganga frá kaupum á Josh Brownhill, fyrirliða Bristol City í Championship deildinni.

Burnley greiðir um 9 milljónir punda fyrir þennan 24 ára gamla miðjumann sem æfði meðal annars hjá Manchester United sem barn.

Brownhill er kominn með 5 mörk í 28 deildarleikjum á tímabilinu. Hann mun berjast við Jack Cork, Ashley Westwood og Jeff Hendrick um byrjunarliðssæti á miðju Burnley.

Sóknarmaðurinn Nahki Wells er þá á leið til Bristol City en hann var endurkallaður úr láni hjá QPR fyrr í janúar.

Wells, sem gekk til liðs við Burnley fyrir tveimur og hálfu ári, er búinn að gera 13 mörk í 26 deildarleikjum hjá QPR.


Athugasemdir
banner
banner
banner