Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 30. janúar 2020 18:02
Ívan Guðjón Baldursson
Hertha Berlin fær Piatek frá Milan (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Hertha Berlin er búið að ganga frá kaupum á pólska sóknarmanninum Krzysztof Piatek.

Piatek kom sem stormsveipur inn í ítalska boltann á síðustu leiktíð og raðaði inn mörkunum þrátt fyrir að spila í slöku liði Genoa.

Hann var keyptur til Milan eftir hálft tímabil og eftir góða byrjun hætti hann að skora. Hann hefur gert 13 deildarmörk í 36 leikjum fyrir Milan og ákvað stjórn félagsins að selja markavélina áður en um seinan væri.

Til samanburðar skoraði Piatek 13 mörk í 19 deildarleikjum með Genoa og þá er hann kominn með 5 í 10 A-landsleikjum.

Hertha er talið borga um 30 milljónir evra fyrir Piatek, sem er sama verð og Milan greiddi til Genoa fyrir ári síðan.

Tottenham hafði einnig áhuga á sóknarmanninum en þýska félagið hafði betur í kapphlaupinu. Fjárhagsstaða Hertha hefur sjaldan verið betri eftir að auðkýfingurinn Lars Windhorst jók hlut sinn í félaginu.

Hertha er með 22 stig eftir 19 umferðir í þýsku deildinni. LIðið er aðeins búið að skora 24 mörk og á Piatek að hjálpa þar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner