Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 30. janúar 2020 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Norwich kaupir miðjumann frá Sochaux (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Norwich er búið að festa kaup á Melvin Sitti, miðjumanni Sochaux sem verður 20 ára gamall í febrúar.

Sitti var lánaður beint aftur til franska B-deildarfélagsins þar sem hann klárar tímabilið áður en hann skiptir yfir til Englands næsta sumar.

Hann er fæddur í Frakklandi og hefur átt mjög gott tímabil í frönsku B-deildinni. Hann spilaði æfingaleik með U19 landsliði Frakka fyrr á tímabilinu en hefur ekki spilað keppnisleik fyrir land sitt.

Sitti er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við Norwich sem gildir út sumarið 2024. Norwich er í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar og spennandi fyrir Sitti að fylgjast með hvort félagið haldi sér uppi í efstu deild eða falli niður í Championship.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner