Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 30. janúar 2020 20:12
Ívan Guðjón Baldursson
Nottingham Forest kaupir Bong frá Brighton (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Championship félagið Nottingham Forest er búið að ganga frá kaupum á kamerúnska bakverðinum Gaetan Bong.

Bong, sem verður 32 ára í apríl, hefur spilað fyrir Brighton síðustu fimm ár. Hann á 51 úrvalsdeildarleik að baki fyrir félagið og þá hefur hann spilað 54 leiki í Championship.

Kaupverðið er óuppgefið en það talið vera afar lágt enda hefði Bong runnið út á samningi næsta sumar. Bong er ekki í byrjunarliðsáformum Graham Potter og hefur aðeins spilað fjóra úrvalsdeildarleiki á tímabilinu.

Bong skrifar undir tveggja og hálfs árs samning við Nottingham Forest, sem er þessa stundina í toppbaráttu Championship deildarinnar.

Bong á 16 landsleiki að baki fyrir Kamerún og 1 leik fyrir U21 lið Frakklands.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner