Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 30. janúar 2020 14:15
Elvar Geir Magnússon
Rojo lánaður til Estudiantes (Staðfest)
Marcos Rojo.
Marcos Rojo.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur lánað varnarmanninn Marcos Rojo til Estudiantes í Argentínu. Rojo tekur á sig launalækkun en samningurinn er út tímabilið.

Rojo er uppalinn hjá Estudiantes og lék fyrir félagið áður en hann hélt í Evrópu.

Þessi 29 ára leikmaður hefur ekki náð að vinna sér inn reglulegan spiltíma undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. Hann vonast til þess að félagaskiptin geri það að verkum að hann verði með argentínska landsliðinu á Copa America í sumar.

Juan Sebastian Veron, fyrrum leikmaður Manchester United, er stjórnarformaður Estudiantes.

Rojo kom til United frá Sporting Lissabon 2014 en hefur aðeins spilað níu leiki á þessu tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner