fim 30. janúar 2020 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Roma lánar fyrirliðann til Valencia (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Valencia er búið að tryggja sér ítalska bakvörðinn Alessandro Florenzi á lánssamningi út tímabilið.

Florenzi er 28 ára gamall og var gerður að fyrirliða Roma þegar Daniele De Rossi fór frá félaginu síðasta sumar.

Paulo Fonseca, sem tók við Roma síðasta sumar, hefur þó ekki miklar mætur á Florenzi og fékk fyrirliðinn aðeins að koma við sögu í 14 leikjum af 21 á deildartímabilinu.

Florenzi er fjölhæfur og getur leikið allsstaðar á hægri vængnum. Hann á 35 A-landsleiki að baki fyrir Ítalíu og hefur spilað fyrir Roma allan ferilinn. Hann er kominn með hátt upp í 300 keppnisleiki fyrir félagið.

Valencia og Roma eru bæði í baráttu um Meistaradeildarsæti og vonast Florenzi eftir meiri spiltíma í spænsku deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner