Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 30. janúar 2020 09:38
Elvar Geir Magnússon
Suso til Sevilla (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Sevilla hefur fengið Suso frá AC Milan. Um er að ræða lánssamning með stefnu á að leikmaðurinn verði svo keyptur alfarið.

Spánverjinn flaug frá Ítalíu til Spánar í gær.

AC Milan tilkynnti svo að félagið hefði náð samkomulagi við Suso.

„AC Milan vill þakka Suso fyrir framlag hans til félagsins og óskar honum alls hins besta í framtíðinni," segir í yfirlýsingu ítalska félagsins.

Ítalskir fjölmiðlar segja að þessi 26 ára leikmaður fari til Sevilla á 18 mánaða lánssamningi en Sevilla sé skyldugt til að kaupa hann fyrir 22 milljónir evra ef liðið kemst í Meistaradeildina.

Suso hefur verið hjá AC Milan síðan hann kom frá Liverpool í janúar 2015. Hann skoraði 24 mörk í 153 leikjum fyrir ítalska liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner