Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 30. ágúst 2021 18:40
Elvar Geir Magnússon
Fylkir í þjálfaraleit - Búið að reka Atla og Ólaf (Staðfest)
Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Stígsson.
Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Stígsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir fór niður í fallsæti í Pepsi Max-deildinni í gær þegar liðið tapaði 0-7 gegn Breiðabliki í Árbænum. Þetta er stærsta tap tímabilsins í deildinni en aðeins þrjár umferðir eru eftir.

Fylkismenn hafa ekki unnið leik síðan 13. júlí og staða þjálfara liðsins, Atla Sveins Þórarinssonar og Ólafs Stígssonar, verið í umræðunni.

Í síðustu viku gengu þær sögur að búið væri að ákveða þjálfaraskipti í Árbænum eftir tímabilið, sama hvort liðið myndi halda sæti sínu eða ekki.

Eftir ósigurinn stóra í gær fór af stað umræða um að Fylkir myndi gera breytingar strax. Hrafnkell Helgi Helgason, formaður meistaraflokksráðs Fylkis, sagði í SMS-skilaboðum við fyrirspurn Fótbolta.net að þjálfaramálin væru í skoðun.

Fylkir á eftir að mæta KA á Akureyri, ÍA á Akranesi og Val á heimavelli.

„Það er gaman að fólk hafi áhuga á fótbolta og auðvitað er það eðlilegt alls staðar í fótbolta heiminum þegar liði gengur ekki vel þá fara menn að velta fyrir sér framtíðinni. Stjórnin tekur samt bara ákvörðun um það og ég skal vera fyrsti maðurinn til að stíga frá borði ef það hjálpar liðinu. Ég vil fyrir alla muni að Fylkir sé áfram í Pepsi Max deildinni á næsta ári. Það er ekkert mál að stíga frá borði ef það hjálpar liðinu," sagði Atli Sveinn í viðtali við Vísi í gær.

Uppfært: Knattspyrnudeild Fylkis hefur sent frá sér þá tilkynningu um að búið sé að slíta samstarfi við Atla Svein Þórarinsson og Ólaf Inga Stígsson.

Sjá einnig:
Sér ekki Fylki vinna fleiri leiki á tímabilinu með þessa þjálfara
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner