Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 30. október 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Alexander Ívan í Magna - Tveir framlengja (Staðfest)
Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna, Jakob Hafsteinsson, Alexander Ívan Bjarnason, Kristinn Þór Rósbergsson og Þorsteinn Þormóðsson, formaður Magna
Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna, Jakob Hafsteinsson, Alexander Ívan Bjarnason, Kristinn Þór Rósbergsson og Þorsteinn Þormóðsson, formaður Magna
Mynd: Magni
Magni á Grenivík hefur fengið Alexander Ívan Bjarnason til félagsins frá Þór en auk þess framlengdu tveir leikmenn samninga sína.

Alexander er fæddur árið 1998 en hann spilaði tíu leiki með Þórsurum í Inkasso-deildinni í sumar.

Hann er nú kominn til Magna frá Þór og mun berjast með liðinu í Inkasso-deildinni á komandi tímabili.

Jakob Hafsteinsson og Kristinn Þór Rósbergsson framlengdu þá samninga sína en Kristinn skoraði 6 mörk í 18 leikjum í Inkasso-deildinni á meðan Jakob lék 12 leiki og skoraði 1 mark.

Magni bjargaði sér frá falli annað árið í röð er liðið gerði markalaust jafntefli við Þór í lokaumferðinni.
Athugasemdir
banner
banner