Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 30. október 2019 18:49
Brynjar Ingi Erluson
Dick Advocaat tekur við Feyenoord (Staðfest)
Dick Advocaat
Dick Advocaat
Mynd: Getty Images
Dick Advocaat er nýr þjálfari hollenska félagsins Feyenoord en þetta kom fram í tilkynningu í dag.

Advocaat tekur við liðinu af Jaap Stam sem var látinn taka poka sinn á dögunum.

Feyenoord tapaði 4-0 fyrir Ajax síðustu helgi og situr þá liðið í 12. sæti með 14 stig.

Advocaat er tekinn við þjálfun liðsins en hann hefur meðal annars þjálfað PSV, Rangers, AZ, Gladbach, Zenit, Sunderland og Fenerbahce en auk þess hefur hann þjálfað Rússland, Holland, Belgíu, Serbíu, Suður-Kóreu og Sameinuðu furstaríkin.

Ferilskráin hans er löng og vonast nú stjórnarmann Feyenoord til að hann nái að snúa gengi liðsins við.
Athugasemdir
banner
banner