Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 31. janúar 2020 22:25
Ívan Guðjón Baldursson
Kevin-Prince Boateng til Besiktas (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Kevin-Prince Boateng mun leika fyrir Besiktas út tímabilið en hann gengur í raðir félagsins á lánssamningi frá Fiorentina.

Boateng hefur komið við sögu í 14 deildarleikjum á tímabilinu en hefur ekki tekist að sannfæra þjálfarateymið í Flórens um að hann sé rétti maðurinn til að leiða sóknarlínu liðsins.

Boateng er fjölhæfur leikmaður og getur spilað sem fremsti maður, í holunni fyrir aftan fremsta mann eða á miðri miðjunni. Hann býr yfir gríðarlegri reynslu eftir að hafa spilað fyrir félög á borð við Tottenham, Borussia Dortmund, AC Milan og Barcelona á ferlinum.

Boateng verður 33 ára í mars og er fenginn til að hjálpa Besiktas í toppbaráttunni í Tyrklandi. Meistararnir margföldu eru búnir að tapa fjórum af síðustu fimm deildarleikjum sínum og eru ellefu stigum á eftir toppliði Sivasspor.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner