Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 31. janúar 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mónakó borgar 15 milljónir fyrir Fofana (Staðfest)
Moreno að styrkja miðjuna.
Moreno að styrkja miðjuna.
Mynd: Getty Images
Mónakó er búið að ganga frá kaupum á Youssouf Fofana, 21 árs miðjumanni Strasbourg.

Fofana er uppalinn hjá Strasbourg og á 30 leiki að baki fyrir félagið í efstu deild. Hann vann franska bikarinn með félaginu á síðustu leiktíð.

Hann þykir gríðarlega efnilegur og hefur verið mikilvægur hlekkur í U20 liði Frakka síðustu ár. Mónakó greiðir 15 milljónir evra fyrir miðjumanninn.

Mónakó er með 29 stig eftir 21 umferð af franska deildartímabilinu, einu stigi minna en Strasbourg.
Athugasemdir
banner
banner
banner