Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 31. janúar 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Napoli kaupir Petagna og lánar aftur til SPAL (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Napoli er búið að festa kaup á Andrea Petagna, sóknarmanni SPAL, fyrir um 20 milljónir evra. Hann mun þó klára tímabilið með SPAL sem situr í botnsæti ítölsku deildarinnar.

Petagna er 24 ára gamall og er þekktur fyrir líkamsburði sína. Hann er stór, sterkur og erfiður viðureignar en hann hefur gert 24 mörk í 56 deildarleikjum hjá SPAL. Á þessari leiktíð er hann kominn með 8 mörk í 20 leikjum.

Þar áður skoraði hann aðeins 9 sinnum í 63 leikjum með Atalanta, en hann á einnig leiki að baki fyrir Milan og Sampdoria.

Ekki er greint frá hversu langan samning Petagna skrifaði undir, en ítalskir fjölmiðlar telja að hann gildi þar til í júní 2024.

Petagna spilaði 29 leiki fyrir yngri landslið Ítalíu en á aðeins einn A-landsleik að baki.
Athugasemdir
banner
banner
banner