Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 31. janúar 2020 10:01
Elvar Geir Magnússon
Norwich kaupir McCallum og lánar hann (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Norwich City hefur keypt vinstri bakvörðinn Sam McCallum frá Coventry.

McCallum er 19 ára og skrifaði undir til 2024. Hann hefur verið lánaður strax aftur til Coventry þar sem hann mun klára tímabilið.

Coventry er í umspilssæti í ensku C-deildinni og vonast til að komast upp í Championship-deildina,

Á þessu tímabili hefur McCallum spilað 27 leiki í öllum keppnum og skorað þrjú mörk.

„Ég spila vinstri bakvörð en ég get spilað sem vængbakvörður líka. Ég er hrifinn af því að fara upp og niður vængina," segir McCallum.

„Félagið vill gefa ungum leikmönnum tækifæri og ég er ánægður með það. Svo er ég mjög hrifinn af leikstílnum."

Norwich er í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner