Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
þriðjudagur 7. maí
Lengjudeild kvenna
laugardagur 4. maí
Lengjudeild karla
miðvikudagur 1. maí
Lengjudeild karla
mánudagur 29. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
laugardagur 4. maí
Engin úrslit úr leikjum í dag
mán 21.sep 2015 20:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

„Var 100% að ég myndi deyja um nóttina”

„Þegar ég fór að sofa var ég 100% viss um að ég væri að fara að deyja um nóttina. Það væri pottþétt að ég væri að fá hjartaáfall.” Svona lýsir Alexander Kostic fyrirliði ÍR því hvernig það var að vera með ofsakvíða sem hann glímdi við í fyrra.

„Ég mætti á æfingu en fékk ofsakvíðakast og hélt að það væri að líða yfir mig. Það var kallað í sjúkrabíl sem sótti mig á æfingu á ÍR-völl.
„Ég mætti á æfingu en fékk ofsakvíðakast og hélt að það væri að líða yfir mig. Það var kallað í sjúkrabíl sem sótti mig á æfingu á ÍR-völl.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var ótrúlega háður öllum mínum nánustu á þessum tíma. Ég gat ekki verið einn heima.
„Ég var ótrúlega háður öllum mínum nánustu á þessum tíma. Ég gat ekki verið einn heima.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég hélt að ég væri að fara að deyja. Ég labbaði að bekknum og bað um skiptingu. Þjálfararnir spurðu hvort þetta væri aftan í læri og ég sagði já. Ég laug að þeim að ég væri meiddur aftan í læri og þóttist vera meiddur í eina og hálfa viku eftir þetta.
,,Ég hélt að ég væri að fara að deyja. Ég labbaði að bekknum og bað um skiptingu. Þjálfararnir spurðu hvort þetta væri aftan í læri og ég sagði já. Ég laug að þeim að ég væri meiddur aftan í læri og þóttist vera meiddur í eina og hálfa viku eftir þetta.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Í fyrrasumar var ég til dæmis spurður að því hvort ég gæti ekki harkað af mér bara. Þetta er ekki þannig. Þetta er ekki eins og að fá hné í læri í fótboltaleik.
,,Í fyrrasumar var ég til dæmis spurður að því hvort ég gæti ekki harkað af mér bara. Þetta er ekki þannig. Þetta er ekki eins og að fá hné í læri í fótboltaleik.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég er ennþá kvíðasjúklingur í dag og ef ég fæ slæman hausverk þá hugsa ég hvort það sé heilablóðfall en ég næ svo að ýta þessu frá mér.”
,,Ég er ennþá kvíðasjúklingur í dag og ef ég fæ slæman hausverk þá hugsa ég hvort það sé heilablóðfall en ég næ svo að ýta þessu frá mér.”
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var ákveðinn í að koma út með þessi vandamál mín eftir tímabilið en þá ætlaði ég að vera farinn upp um deild og vera með bikar í hönd. Fyrsta sem ég hugasði eftir að sá draumur var úti var ‘fokk, mér mistókst.’ Ég hugsa samt ekki þannig núna.
„Ég var ákveðinn í að koma út með þessi vandamál mín eftir tímabilið en þá ætlaði ég að vera farinn upp um deild og vera með bikar í hönd. Fyrsta sem ég hugasði eftir að sá draumur var úti var ‘fokk, mér mistókst.’ Ég hugsa samt ekki þannig núna.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta er svo ótrúlega karllægur heimur. Við erum svo lokaðir sem fótboltamenn og manneskjur. Það er allt í lagi að tala við þjálfarann ef þú ert með kvíða.
,,Þetta er svo ótrúlega karllægur heimur. Við erum svo lokaðir sem fótboltamenn og manneskjur. Það er allt í lagi að tala við þjálfarann ef þú ert með kvíða.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er búinn að fá nýja lífssýn. Núna snýst lífið um að gera þá hluti sem mér finnst skemmtilegir og ef ég hef eitthvað að segja þá hika ég ekki við það.
„Ég er búinn að fá nýja lífssýn. Núna snýst lífið um að gera þá hluti sem mér finnst skemmtilegir og ef ég hef eitthvað að segja þá hika ég ekki við það.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég vissi ekki hvað í ósköpunum þetta væri en núna ætti einhver sem lendir í svipuðum aðstæðum kannski að átta sig á því fyrr og sleppa við svona langt ferli eins og ég.”
,,Ég vissi ekki hvað í ósköpunum þetta væri en núna ætti einhver sem lendir í svipuðum aðstæðum kannski að átta sig á því fyrr og sleppa við svona langt ferli eins og ég.”
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er ógeðslega mikilvægt að hafa fyrirmynd eins og Ingó í þessu. Það er auðveldara í dag að leita að fyrirmyndum og fá hjálp. Ég og Ingó erum tilbúnir að taka við hvaða símtölum og e-mailum sem er til að hjálpa öðrum.
„Það er ógeðslega mikilvægt að hafa fyrirmynd eins og Ingó í þessu. Það er auðveldara í dag að leita að fyrirmyndum og fá hjálp. Ég og Ingó erum tilbúnir að taka við hvaða símtölum og e-mailum sem er til að hjálpa öðrum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var að rúnta með Torfa Karli Ólafssyni vini mínum og finn að ég er eitthvað þungur í brjóstinu. Maður hefur heyrt að það geti verið hjartaáfall og þarna fór ég að vera með kvíða. Ég fékk ofsakvíðakast og hélt að ég væri að fá hjartaáfall. Ég fór upp á spítala og fékk þau skilaboð að það væri ekkert að mér. Næstu tvo til þrjá mánuðina vissi ég ekkert hvað var í gangi. Ég fór í hverja einustu rannsókn sem hægt var að fara í. Ég trúði því ekki að það væri ekkert að mér,” segir Alexander.

Í sjúkrabíl af æfingu


Alexander hafði aldrei fundið neitt þessu líkt áður á ævinni og var viss um að hann væri með einhvern lífshættulegan sjúkdóm. Rannsóknir sýndu ekkert og eftir nokkra vikna hlé ákvað hann að mæta á fótboltaæfingu á nýjan leik.

„Ég mætti á æfingu en fékk ofsakvíðakast og hélt að það væri að líða yfir mig. Það var kallað í sjúkrabíl sem sótti mig á æfingu á ÍR-völl. Ég fór aftur í hjartaskoðun og það var ekkert að mér. Læknirinn spurði mig þá hvort þetta gæti verið kvíði en ég sagði að það gæti ekki verið. Þarna var kvíði ekkert uppi á borðinu. Ingólfur Sigurðsson var ekki búinn að fara í viðtalið sem opnaði á þessa umræðu og ég spurði sjálfan mig “Hvað er kvíði? Er það ekki bara að vera stressaður fyrir próf?”

Líðan Alexanders versnaði til muna og hver dagur varð mikil þjáning. „Eftir þetta tók við helvíti á jörðu. Hver einasti dagur þarna snérist um að lifa af. Ég fór í rúmið á kvöldin og var bókstaflega dauður. Ég var búinn á því eftir daginn og grét og grét. Ég var að fá 7-8 ofsakvíðaköst á hverjum degi.”

„Eitt kvöldið lá ég til dæmis uppi í rúmi og var dofinn frá sköflungi og niður. Ég fann ekki fyrir tánum á mér. Pabbi og stjúpmamma settu teppi yfir mig og skó en ég fann ekkert. Þá var ég 110% viss um að ég væri með MS og þetta væri taugasjúkdómur. Ég var jafn viss um að ég væri með MS eins og að þessi veggur er hvítur,”
segir Alexander og bendir á vegginn við hliðina á sér.

Gat ekki verið einn heima


Alexander náði á einhvern hátt að klára háskólanám síðastliðið vor þrátt fyrir kvíðann. Hann spilaði hins vegar ekkert með ÍR framan af sumri enda í engu standi til þess.
„Ég var orðinn 60 kíló og allir vöðvar voru farnir. Ég borðaði ekki, ég svaf ekki og ég var kvíðinn allan daginn. Mér var alltaf óglatt og þegar þú borðar ekki og sefur þá færðu meiri líkamleg einkenni. Þegar ég fór að sofa var ég 100% viss um að ég væri að fara að deyja um nóttina. Það væri pottþétt að ég væri að fá hjartaáfall.”

„Ég var ótrúlega háður öllum mínum nánustu á þessum tíma. Ég gat ekki verið einn heima. Ég gat varla farið í sturtu. Ég hafði ólæst til að einhver gæti komið inn og bjargað mér ef ég myndi fá hjartaáfall. Þú býrð til þráhyggju og kvíðinn ýtir þvílíkt undir hana.”


„Ég fór til sálfræðings og eftir svona 20 tíma sætti ég mig við það að ég væri með kvíða. Fram að því var ég alltaf ákveðinn í að ég væri með alvarlegan líkamlegan sjúkdóm og ég trúði aldrei orðum sálfræðingsins.“
Í fyrrasumar fór Alexander að átta sig á því að það væri í raun ekkert að honum líkamlega. Hann fór að trúa því að hann væri í raun og veru að glíma við kvíða.

„Það tók 6-7 mánuði fyrir mig að viðurkenna að þetta væri kvíði. Ég las viðtalið við Ingólf og talaði við hann. Ég fór til sálfræðings og eftir svona 20 tíma sætti ég mig við það að ég væri með kvíða. Fram að því var ég alltaf ákveðinn í að ég væri með alvarlegan líkamlegan sjúkdóm og ég trúði aldrei orðum sálfræðingsins.”

„Þetta er rosalega erfitt og fólk þekkir oft ekki hvernig er að glíma við svona sjúkdóm. Í fyrrasumar var ég til dæmis spurður að því hvort ég gæti ekki harkað af mér bara. Þetta er ekki þannig. Þetta er ekki eins og að fá hné í læri í fótboltaleik. Ég fór ennþá lengra niður eftir að ég fékk þessa spurningu."


Leiðin í átt að bata


Í leit að bata fór Alexander reglulega til sálfræðingsins Hauks Haraldssonar. Hann fór einnig að taka inn lyf til að glíma við kvíðann. Hann náði í kjölfarið að komast á betra ról og spila síðustu fjóra leiki ÍR á síðasta keppnistímabili. Alexander hélt eftir það að hann væri algjörlega laus við kvíðann en svo var ekki.

„Ég hætti á lyfjunum beint eftir síðasta deildarleik í fyrra en mér leið alls ekki vel. Ég var ennþá kvíðinn og fékk hjartsláttartruflanir á 43. mínútu í æfingaleik gegn Leikni í nóvember. Ég hélt að ég væri að fara að deyja. Ég labbaði að bekknum og bað um skiptingu. Þjálfararnir spurðu hvort þetta væri aftan í læri og ég sagði já. Ég laug að þeim að ég væri meiddur aftan í læri og þóttist vera meiddur í eina og hálfa viku eftir þetta. Ég hugsaði með mér eftir þetta að ég gæti ekki gert þetta áfram. Það er ósanngjarnt gagnvart liðsfélögum, þjálfurum og öllum. Ég æfði en ekki á fullu tempói heldur dinglaðist þarna bara með og þorði ekki að taka almennilega á því. Í mars þá talaði ég við Hauk sálfræðing og hann sagði mér að taka lyfin aftur og láta reyna á þetta í sumar. Ég tek ennþá hálfa töflu á dag en ég hef ekki farið til sálfræðings í nokkra mánuði.”

Fékk kvíðakast þegar hann tók hornspyrnu


Síðan í mars hefur Alexander varla misst úr leik með ÍR og hann hefur verið fyrirliði liðsins í toppbaráttunni í 2. deildinni. Kvíðinn skýtur upp kollinum af og til en Alexander er búinn að læra að takast á við hann.

„Í leik á móti Huginn í sumar var ég að fara að taka horn þegar ég fékk kvíðakast. Ég fékk dofa í löppina og kvíðaeinkenni. Ég hugsaði: ´ef ég er að fara að deyja þá gerist það bara. Ég get ekkert gert í því.´ Þú verður að vera ógeðslega ýktur að tala við sjálfan þig. Áhorfendur voru að kalla þegar ég tók hornið og ég var stjarfur. Ég tók hornið og skokkaði síðan til baka. Þjálfarinn fór að öskra á mig af því að ég var ekki með í leiknum í svona hálfa minútu. Ég hélt áfam með leikinn og þetta fór.”

„Þetta er lítill púki á öxlinni á þér en þú verður að hunsa hann og vera svolítill kall á móti honum, þá er allt hægt.“
„Kvíðinn er þarna en þú þarft að læra á hann og láta hann ekki stjórna þér. Þetta er lítill púki á öxlinni á þér en þú verður að hunsa hann og vera svolítill kall á móti honum, þá er allt hægt. Þetta er langt ferli. Ég er ennþá kvíðasjúklingur í dag og ef ég fæ slæman hausverk þá hugsa ég hvort það sé heilablóðfall en ég næ svo að ýta þessu frá mér.”


Þakklátur að geta spilað fótbolta


ÍR-ingar rétt misstu af sæti í 1. deild eftir harða baráttu við Huginn og Leikni Fáskrúðsfirði.

„Ég var ákveðinn í að koma út með þessi vandamál mín eftir tímabilið en þá ætlaði ég að vera farinn upp um deild og vera með bikar í hönd. Fyrsta sem ég hugasði eftir að sá draumur var úti var ‘fokk, mér mistókst.’ Ég hugsa samt ekki þannig núna. Þrátt fyrir allt er ég búinn að spila 19 leiki og vera fyrirliði liðsins og ég er mjög stoltur af því. Fyrir ári gat ég ekki einu sinni verið einn heima.”

„Eftir það sem maður hefur lent í þá verður maður þakklátur að geta spilað fótbolta. Lagt sig fram og svitnað. Það er þröskuldur að komast yfir það að hugsa ekki um að þú fáir hjartáafall ef þú reynir of mikið á þig. Ég er hættur að fá ofsakvíðaköst. Ég fæ mikinn kvíða en það er eins og heilinn átti sig á því að þetta er false alarm eftir allt sem á undan er gengið.”


Alexander segir að liðsfélagarnir hafi ekki áttað sig á því hvað var í gangi fyrst þegar hann tók sér hlé frá æfingum. Hann segir hins vegar að þeir hafi sýnt mikinn stuðning allan tímann.

„Það er þeim að þakka að ég er sá sem ég er í dag. Þeir gerðu mikið fyrir mig þó að þeir hafi kannski ekki vitað af því. Þegar ég mætti á æfingar þá knúsuðu þeir mig og sögðust sakna mín. Maður tárast af því að tala um þetta. Ég var alltaf áfram einn af strákunum og maður vildi komast aftur á fótboltavöllinn fyrir þá. Ég er líka mjög ánægður með Addó (Arnar Þór Valsson, þjálfara ÍR). Hann var mjög skilningsríkur og gaf mér allan þann tíma sem ég þurfti.”

Allt í lagi að tala við þjálfara


Luka Kostic, faðir Alexanders, hefur stutt son sinn í ferlinu líkt og aðrir í fjölskyldunni. Í fyrra mætti hann meðal annars með Alexander á æfingar hjá ÍR þegar kvíðinn var sem verstur. Luka er reyndur þjálfari og þekkir því fótboltaheiminn vel , en þar er umræðan byrjuð að opnast um andleg veikindi hjá leikmönnum.

„Það þarf að vera viðurkennt í fótboltanum að andlegir kvillar fylgja líka og eru algengir.“
„Það er skemmtilegt hvað hann hefur breyst af því að sjá mig ganga í gegnum þetta. Þetta er svo ótrúlega karllægur heimur. Við erum svo lokaðir sem fótboltamenn og manneskjur. Það er allt í lagi að tala við þjálfarann ef þú ert með kvíða. Hann er ekki að fara henda þér út úr liðinu. Maður myndi halda að í öllum tilvikum myndi þjálfari leitast eftir því að útvega leikmanni sínum þá viðeigandi hjálp sem hann þarf. Það þarf að vera viðurkennt í fótboltanum að andlegir kvillar fylgja líka og eru algengir. Það getur leitt til hrkalegra atburða ef maður er kvíðinn og þunglyndur og segir ekki neitt,” segir Alexander og bendir á að hann sjálfur horfi allt öðruvísi á lífið núna en í byrjun árs 2014.

„Ég er búinn að fá nýja lífssýn. Núna snýst lífið um að gera þá hluti sem mér finnst skemmtilegir og ef ég hef eitthvað að segja þá hika ég ekki við það. Þetta hefur verið ótrúlega þroskandi ferli. Maður var svolítill spaði með stæla en í dag sér maður betur ef einhverjum líður illa og vill hjálpa.”

„Þú verður að leita þér hjálpar”


Undanfarna mánuði hefur orðið mikil vitundarvakning á andlegum veikindum hjá íþróttamönnum. Margir leikmenn hafa stigið fram og sagt frá baráttu sinni við andleg veikindi. Rauði krossinn hefur einnig staðið fyrir átaksverkefninu Útmeða þar sem ungir karlmenn eru hvattir til að tala um það ef eitthvað bjátar á. Því liggur beinast við að spyrja Alexander að því hvað aðilar í svipuðum sporum og hann geta gert til að leita sér hjálpar?

„Í raun er þetta eitthvað sem getur gerst fyrir hvern sem er og hvenær sem er.“
„Ég áttaði mig ekki á því hvað þetta var fyrst. Í raun er þetta eitthvað sem getur gerst fyrir hvern sem er og hvenær sem er. Ég vissi ekki hvað í ósköpunum þetta væri en núna ætti einhver sem lendir í svipuðum aðstæðum kannski að átta sig á því fyrr og sleppa við svona langt ferli eins og ég.”

„Þú verður að bera virðingu fyrir kvíðanum og gera eitthvað í þínum málum. Ég þurfti að viðurkenna fyrir sjálfum mér að ég væri með kvíða og leyfa mér að vera það. Síðan þarftu að fara í hugræna atferlismeðferð hjá sálfræðingi og taka lyf. Fólk hugsar oft að það vilji ekki taka lyf en það þarf. Þú verður að leita þér hjálpar. Bestur dagarnir í fyrra voru þegar ég talaði við sálfræðinginn. Það var svo gott að geta létt af mér.”

„Það er ógeðslega mikilvægt að hafa fyrirmynd eins og Ingó í þessu. Það er auðveldara í dag að leita að fyrirmyndum og fá hjálp. Ég og Ingó erum tilbúnir að taka við hvaða símtölum og e-mailum sem er til að hjálpa öðrum. Vitundarvakningin er mjög góð og vonandi heldur það áfram. ÍSÍ þarf samt aðeins að bregðast við. Mér finnst ekki eðlilegt að íþróttafélög sjái fyrir sjúkraþjálfarakostnaðí vegna meiðsla, en ekki neinu gagnvart andlegum veikindum. Ef ég er leikmaður með andlega kvilla og fer til þjálfara míns þá þarf hann að vera með boðleiðir fyrir mig til að eitthvað ferli fari af stað. Til dæmis sálfræðing hjá ÍSÍ eða eitthvað svoleiðis,”
sagði Alexander að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner