Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
   mán 23. maí 2016 11:30
Magnús Már Einarsson
Viðtal
Alfreð: Sé mig í þessari deild næstu árin
Icelandair
Alfreð á landsliðsæfingu í dag.
Alfreð á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason skoraði sjö mörk með Augsburg eftir að hann kom til félagsins í byrjun febrúar. Hversu góð ákvörðun var það á skalanum 1-10 að fara til Þýskalands að mati Alfreðs?

„Eftir á að hyggja er það tíu, miðað við hvernig þetta þróaðist. Þetta var það besta sem maður gat ímyndað sér. Maður fékk tíma til að komast inn í þetta og svo spilaði ég alla leiki eftir það. Ég náði að skora og liðið hélt sér uppi," sagði Alfreð við Fótbolta.net fyrir æfingu hjá íslenska landsliðinu í dag en hann kann vel við sig í Bundesligunni.

„Ég held að ég hafi fundið að þetta er deildin sem hentar mér best. Þetta er deild sem ég horfði mikið til þegar ég var í Hollandi og langaði að fara þangað. Það var ekki hægt þá af öðrum ástæðum. Ég sé mig í þessari deild næstu árin."

Alfreð kom fyrst á láni til Augsburg en þýska félagið keypti hann í sínar raðir á dögunum.

„Þetta er fyrsta sumarið í langan tíma þar sem maður þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af framtíðinni. Það er gott fyrir mann sjálfan að vita hvað maður er að fara að gera. Síðan ég fór út hefur bara verið eitt annað sumar þar sem hefur ekki verið nein óvissu."

Alfreð stefnir á sæti í byrjunarliðinu eftir góða frammistöðu undanfarna mánuði.

„Ég kem til landsliðsins með sama hugarfari og alltaf og það er að hafa áhrif. Núna höfum við 2-3 vikur fram að fyrsta leik til að sýna hvað maður getur og síðan er þetta ákvörðun þjálfaranna."

„Ég er í mjög góðu leikformi. Ég er búinn að spila í þýsku deildinni sem er krefjandi deild og ég held að ég hafi sjaldan verið í betra formi líkamlega."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner