Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
banner
   lau 11. mars 2017 18:40
Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll: Erum ekki að fara að segja okkur úr keppni
Rúnar Páll Sigmundsson.
Rúnar Páll Sigmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„1-0 sigur er alltaf naumt en þetta voru samt miklir yfirburðir," sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir 1-0 sigur á Leikni frá Fáskrúðsfirði í Lengjubikarnum í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Leiknir F.

„Við fengum urmul af góðum færum en markvörðurinn þeirra er öflugur og varði ansi vel í dag. Þetta er oft erfitt þegar lið liggja aftarlega og brjóta svo upp. En þrjú stig er fínt."

Rúnar þurfti að gera nokkrar skiptingar vegna meiðsla leikmanna liðsins um miðbik leiksins.

„Þú getur flokkað þetta undir hálfgert væl," sagði Rúnar aðspurður um hvort hann hafi verið óheppinn með meiðsli. „Það eru einhverjir sem voru lemstraðir, það er svona á þessum árstíma þar sem menn eru tæpir í vöðvum en við höfum engar áhyggjur af því."

Eins og mörg önnur lið er Stjarnan að spila með nýtt leikkerfi með þremur miðvörðum og vængbakvörðum en þetta leikkerfi er í tísku eftir að Chelsea hefur gengið eins og í sögu með það kerfi í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

„Það skapar okkur fullt af tækifærum í leikjum. Við erum heldur ekki að fá mikið af færum á okkur. Við erum að vinna boltann hátt uppi á vellinum. Það hefur gengið ágætlega. Þetta er spennandi leikkerfi, við erum að þróa okkur í þessu og erum með mannskap til að spila þetta kerfi," sagði Rúnar Páll en á hann von á að spila þetta leikkkerfi í sumar?

„Það verður að koma í ljós hvernig þetta þróast núna. Það eru ekki margir leikir eftir í þessum vetrarmánuðum. Þetta hefur gengið vel hingað til og við sjáum hvað gerist í þessu. Þú þarft að vera með mannskap í að spila þetta leikkerfi og við teljum okkur vera með lið og mannskap til að spila það ágætlega. Þetta lítur ágætlega út þannig en við eigum eftir að reka okkur á í þessu og erum ennþá að þróa þetta hjá okkur. Við höfum spilað ákveðið leikkerfi undanfarin ár síðan ég varð þjálfari hérna og þekkjum það mjög vel. Það er gaman að prófa nýtt."

Stjarnan hefur fengið fimm nýja leikmenn í vetur, Harald Björnsson í markið, Jósef Kristinn Jósefsson frá Grindavík, Óttar Bjarna Guðmundsson frá Leikni og svo bræðurna Dag og Mána Austmann frá Danmörku. Á móti eru Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Guðjón Orri Sigurjónsson, Halldór Orri Björnsson og Veigar Páll Gunnarsson farnir. En ætlar Rúnar að fá fleiri leikmenn?

„Nei, við erum komnir með okkar hóp nema eitthvað komi fyrir hjá okkur. Ég er mjögn ánægður með þennan hóp og blönduna sem við erum með. Þetta lítur vel út."

Orðrómur hefur verið um að Stjarnan muni draga sig úr keppni í Lengjubikarnum ef liðið kemst áfram upp úr riðlinum. Að lokum spurðum við Rúnar út í það?

„Ef við komumst áfram og gengur vel á móti Fram á fimmtudaginn þá förum við langt með að komast áfram. Það veltur á KSÍ hvernig þeir geta tilfært leiki. Mótið klárast hjá flestum í lok mars svo koma 9 dagar þar til úrslitin byrja, við getum spilað leiki á 9 dögum. En við erum ekki komnir áfram sjáum hvað setur. Ef við förum áfram þá erum við með nægan mannskap í Stjörnunni til að klára þessa leiki," sagði Rúnar og átti við að hann gæti látið unga stráka sem fara ekki í æfingaferðina spila í Lengjubikarnum. „Við munum ekki segja okkur úr keppninni," bætti hann við að lokum.
Athugasemdir
banner
banner