Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 11. ágúst 2017 20:40
Brynjar Ingi Erluson
England: Varamaðurinn Giroud hetjan í sjö marka leik
Olivier Giroud fagnar sigurmarki sínu í kvöld. Hann byrjaði á bekknum en kom inn, sá og sigraði.
Olivier Giroud fagnar sigurmarki sínu í kvöld. Hann byrjaði á bekknum en kom inn, sá og sigraði.
Mynd: Getty Images
Jamie Vardy fagnar í kvöld ásamt liðsfélögum sínum
Jamie Vardy fagnar í kvöld ásamt liðsfélögum sínum
Mynd: Getty Images
Arsenal 4 - 3 Leicester City
1-0 Alexandre Lacazette ('2 )
1-1 Shinji Okazaki ('5 )
1-2 Jamie Vardy ('29 )
2-2 Danny Welbeck ('46 )
2-3 Jamie Vardy ('56 )
3-3 Aaron Ramsey ('83 )
4-3 Olivier Giroud ('85 )

Arsenal vann Leicester City 4-3 í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld en leikið var á Emirates-leikvanginum í London. Boðið var upp á sjö marka veislu og dramatík í lokin.

Franski framherjinn Alexandre Lacazette kom til Arsenal frá Lyon í sumar fyrir metfé og var fljótur að stimpla sig inn. Hann skoraði í fyrstu snertingu eftir fyrirgjöf frá Mohamed El-Neny, þar sem hann stýrði knettinum skemmtilega framhjá Kasper Schmeichel í markinu.

Shinji Okazaki var þó ekki lengi að jafna metin og gerði það þremur mínútum síðar. Harry Maguire átti þá fyrirgjöf fyrir markið sem Okazaki náði að koma yfir línuna.

Jamie Vardy minnti á sig á 29. mínútu með góðu skoti upp í þaknetið og Leicester óvænt komið yfir. Danny Welbeck náði þó að jafna metin fyrir Arsenal fyrir hálfleik og staðan 2-2, gríðarleg spenna.

Vardy kom Leicester aftur yfir og að þessu sinni með góðum skalla í vinstra hornið. Þegar aðeins sjö mínútur voru eftir af leiknum jafnaði Aaron Ramsey leikinn í 3-3 með góðu skoti af stuttu færi og það var í verkahring Olivier Giroud að stimpla sig inn sem hetjan er hann skallaði boltann í markið eftir hornspyrnu.

Boltinn kom aldrei við netið en var kominn yfir línuna og því réttilega dæmt mark. Lokatölur 4-3 fyrir Arsenal í fyrsta leik en gestirnir fara svekktir af velli og án stiga.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner