Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   þri 15. ágúst 2017 17:03
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Guardian 
30 ára stjóri sem reynir að skáka Klopp
Nagelsmann er mikill fótboltaheili.
Nagelsmann er mikill fótboltaheili.
Mynd: Getty Images
Nagelsmann á hliðarlínunni.
Nagelsmann á hliðarlínunni.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Klukkan 18:45 verður flautað til fyrri leiks Hoffenheim og Liverpool í umspili fyrir Meistaradeildina. Sigurliðið í einvíginu fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en tapliðið í Evrópudeildina.

Stjóri þýska liðsins er einn mest spennandi þjálfari heimsfótboltans, hinn þrítugi Julian Nagelsmann.

Nagelsmann var aðeins 28 ára þegar hann var ráðinn stjóri í febrúar 2016 í staðinn fyrir reynsluboltann Huub Stevens sem hætti störfum af heilsufarsástæðum.

Ráðningin vakti mikla athygli. Nagelsmann var þjálfari U19 liðs félagsins og varð yngsti þjálfari í sögu þýsku Bundesligunnar. Hann var ekki einu sinni búinn að klára þjálfaramenntun sína og fimm leikmenn í hópi Hoffenheim vori eldri en hann.

Hoffenheim náði að forðast fall og lauk svo síðasta tímabili í fjórða sæti, sem er ástæða þess að Hoffenheim er að fara að leika gegn Liverpool í kvöld.

Íþróttastjóri Hoffenheim, Alexander Rosen, segir að það hafi aldrei verið áhætta að ráða Nagelsmann. Hjá félaginu hafi fólk verið sannfært um að hann myndi ná árangri.

„Þegar þú sérð hann á æfingasvæðinu, hvernig hann þjálfar leikmenn og stjórnunarfhæfileikana sem hann býr yfir þá gerir þú þér grein fyrir því að hann er sérstakur," segir Rosen.

Nagelsmann var fljótur að heilla leikmenn með taktískri þekkingu sinni og sýn á fótboltann.

Vegna sífelldra hnjámeiðsla neyddist Nagelsmann til að hætta sjálfur að spila fótbolta þegar hann var tvítugur og á svipuðum tíma lést faðir hans. Í viðtali á síðasta ári sagðist hann hafa íhugað að hætta afskiptum af fótbolta eftir meiðslin.

„Þetta var erfitt. Ég þurfti að fullorðnast hraðar en margir aðrir. Ég hafði sjálfur búið einn síðan ég var 15 ára, eldað sjálfur og séð um öll innkaup. Þegar faðir minn lést þurfti ég að hjálpa móður minni að selja húsið og finna nýtt. Þetta kenndi mér að það eru hlutir í lífinu sem eru miklu mikilvægari en fótboltinn. Þetta hjálpaði mér að þroskast. Þú þarft ekki annað en að kveikja á sjónvarpsfréttunum á kvöldin til að átta þig á því hversu ómikilvægur þú ert sem þjálfari í Þýskalandi," sagði Nagelsmann.

Nagelsmann var leikmaður hjá Augsburg þegar hann neyddist til að hætta að spila fyrir tíu árum. Thomas Tuchel, þjálfari hjá Augsburg, vissi hvað Nagelsmann hefði góðan skilning á fótboltanum og fékk hann til að leikgreina andstæðinga

„Tuchel bjargaði mér. Ég var kominn með nóg af fótbolta en þegar hann bað mig um þetta var ekki hægt að segja nei," sagði Nagelsmann.

Hann hóf að starfa fyrir Hoffenheim 2010 í ungri flokka þjálfun og þegar hann var 25 ára var hann skyndilega orðinn aðstoðarmaður í aðalliðinu.

Þjálfunarstíll hans er mjög fjölbreyttur og sjaldgæft er að hann spii með sama leikkerfi tvo leiki í röð. Hann segir mikilvægt að halda leikmönnum sínum á tánum

Nagelsmann var valinn þjálfari ársins á tímabilinu 2016-17 af leikmönnum deildarinnar. Hann fékk miklu fleiri atkvæði en Ralph Hasenhuttl og Carlo Ancelotti.

Þýska deildin fer aftur af stað á laugardaginn og Nagelsmann er að fara í ansi stórt tímabil fyrir sig persónulega. Hoffenheim hefur misst tvo af sínum bestu mönnum til Bayern München, Niklas Sule og Sebastian Rudy.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner