Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 16. ágúst 2017 18:00
Elvar Geir Magnússon
Gaf bílstjóranum sínum Mercedes-Benz í kveðjugjöf
Paulinho gerði góða hluti í kínversku deildinni.
Paulinho gerði góða hluti í kínversku deildinni.
Mynd: Getty Images
Brasilíski landsliðsmaðurinn Paulinho hefur yfirgefið Guangzhou Evergrande í kínversku Ofurdeildinni en hann er á leið til Barcelona. Þessi 29 ára leikmaður er á leið aftur til Evrópu tveimur árum eftir að hann yfirgaf Tottenham þar sem hann markaði ekki djúp spor.

Paulinho náði ekki að sýna sínar bestu hliðar í ensku úrvalsdeildinni en frammistaða hans í Kína og með brasilíska landsliðinu hefur lyft honum aftur til vegs og virðingar.

Paulinho var gríðarlega vinsæll hjá Guangzhou þar sem gjafmildi hans vakti mikla athygli. Til að mynda gaf hann bílstjóra sínum í Kína Mercedez-Benz bifreð sína í kveðjugjöf.

„Paulinho setti sig aldrei á háan hest. Hann heilsaði öllum og reyndi alltaf að beygja sig eftir fólkinu í kringum hann. Hann elskar að gefa. Það eru margir sem eru ríkari en Paulinho en fáir eins gjafmildir og jarðbundnir," sagði einn starfsmaður Guangzhou Evergrande.

Paulinho fer í læknisskoðun hjá Barcelona á morgun áður en formlega verður gengið frá skiptum hans til spænska stórliðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner