Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   lau 03. desember 2016 17:31
Arnar Geir Halldórsson
Austurríki: Arnór Ingvi skoraði sigurmark og baðst afsökunar
Kurteis drengur
Kurteis drengur
Mynd: Getty Images
Rapid Vín 1-0 SKN Poelten
1-0 Arnór Ingvi Traustason (´79)

Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn fyrir Rapid Vín þegar liðið fékk SKN Poelten í heimsókn í austurrísku úrvalsdeildinni í dag.

Leikurinn var markalaus allt þar til á 79.mínútu þegar Arnór Ingvi tók sig til og hlóð í mark, sem reyndist sigurmark leiksins.

Arnór Ingvi fékk svo gult spjald fyrir tæklingu á síðustu mínútu venjulegs leiktíma en tæklingin var það slæm að hann sá tilefni til að biðjast afsökunar á henni á Twitter síðu sinni eftir leikinn, eins og sjá má hér fyrir neðan.

Rapid Vín skaust upp í fimmta sæti deildarinnar með þessum sigri.



Athugasemdir
banner
banner
banner