Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mán 09. október 2017 16:30
Magnús Már Einarsson
Myndband: Mesta klúður allra tíma?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dennis van Dunien, leikmaður Harkemase Boys í hollensku D-deildinni, vill væntanlega gleyma leik liðsins gegn VW Capelle um helgina sem fyrst.

Van Dunien átti þar eitt mesta klúður sögunnar.

Van Dunien komt framhjá markverði Capelle og var aleinn fyrir opnu marki. Hann skaut of fast í boltann og skot hans fór yfir markið.

Staðan var 2-0 fyrir Van Dunien og félögum þegar atvikið átti sér stað. Capelle nýtti sér klúðrið með því að koma til baka og vinna leikinn 3-2.

Sjón er sögu ríkari en hér að neðan má sjá klúðrið.



Athugasemdir
banner
banner
banner