Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 10. mars 2018 16:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Njarðvík með endurkomu gegn ÍBV
Andri Fannar, fyrirliði Njarðvíkur, jafnaði úr vítaspyrnu.
Andri Fannar, fyrirliði Njarðvíkur, jafnaði úr vítaspyrnu.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Njarðvík 2 - 2 ÍBV
0-1 Breki Ómarsson ('8)
0-2 Róbert Aron Eysteinsson ('11)
1-2 Kenneth Hogg ('45)
2-2 Andri Fannar Freysson ('52, víti)

Á meðan flestir Vestmannaeyingar fjölmenntu í Laugardalshöllina spilaði ÍBV við Njarðvík í Lengjubikar karla í Reykjaneshöllinni.

Margir leikmenn í yngri kantinum voru í byrjunarliði ÍBV og skoruðu tveir þeirra, Breki Ómarsson (fæddur 1998) og Róbert Aron Eysteinsson (fæddur 1999) og komu ÍBV í 2-0 eftir aðeins 11 mínútur.

ÍBV náði ekki að halda forystunni og jafnaði Njarðvík metin með mörkum frá Kenneth Hogg og Andra Fannari Freyssyni. Þetta gerðist þrátt fyrir að reynslumeiri menn eins og Kaj Leo í Bartalsstovu og Shahab Zahedi Tabar hafi komið inn á í seinni hálfleiknum.

Lokatölur urðu 2-2 og eru bæði lið með fjögur stig, Njarðvík eftir fjóra leiki og ÍBV eftir þrjá leiki.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner