Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
   lau 10. október 2015 18:49
Alexander Freyr Tamimi
Kolbeinn: Vona bara að Eiður skori fleiri mörk
Icelandair
Kolbeinn skoraði eitt í dag.
Kolbeinn skoraði eitt í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins, var að vonum svekktur eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Lettlandi í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvelli í dag.

Kolbeinn, sem bar fyrirliðabandið í dag í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar, kom Íslandi yfir strax á 5. mínútu og Gylfi Þór Sigurðsson bætti við marki. Lettar jöfnuðu hins vegar metin með tveimur mörkum í seinni hálfleik.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Lettland

„Við vorum góðir í fyrri hálfleik og vorum að spila frábæran fótbolta, skapa færi en líka gefa nokkra sénsa. Lettar fengu nokkur ágætis færi og nýttu sér það ekki, og við vildum loka á þessi færi í seinni hálfleik. En þeir fengu sín færi og nýttu þau vel, það var erfitt að komast í gang eftir það. Það vantaði pínu upp á þetta hjá okkur í dag," sagði Kolbeinn við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Við vorum kannski of djarfir sóknarlega. Stundum þegar við vorum að taka hlaupin voru bakverðirnir og kantmennirnir komnir báðir í hlaupin sem "strikerinn" tekur. Það segir kannski að við ætluðum okkur of mikið í dag. Við náðum bara ekki að byggja ofan á fyrri hálfleik þó hann hafi verið mjög góður."

Kolbeinn segist vera stoltur af því að hafa fengið að vera fyrirliði í dag.

„Það er frábær heiður að fá að bera bandið og svekkjandi að ná ekki að klára það með sigri í dag," sagði Kolbeinn, sem varð jafnframt næst markahæsti leikmaður landsliðsins í sögunni með marki sínu í dag.

„Ég er líka mjög stoltur af því, það er frábær áfangi fyrir mig að geta verið mikilvægur fyrir landsliðið. Ég næ vonandi að skora enn fleiri mörk fyrir Ísland," segir Kolbeinn, en hann er nú sjö mörkum frá Eiði Smára Guðjohnsen.

„Ég vona bara að Eiður skori fleiri mörk. Hann er frábær leikmaður og frábær gæi og við viljum honum allir vel."
Athugasemdir
banner
banner
banner