Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 12. janúar 2017 10:18
Magnús Már Einarsson
Giroud, Coquelin og Koscielny framlengja við Arsenal
Olivier Giroud.
Olivier Giroud.
Mynd: Getty Images
Penninn var á lofti hjá Arsenal í morgun en frönsku leikmennirnir Francis Coquelin, Olivier Giroud og Laurent Koscielny skrifuðu þá allir undir nýja samninga.

Hinn þrítugi Giroud var markahæstur hjá Arsenal á síðasta tímabili með 24 mörk en hann er kominn með níu mörk á þessu tímabili.

Coquelin er 25 ára miðjumaður sem hefur unnið sér inn sæti í liði Arsenal og leikið 131 leik með félaginu.

Koscielny hefur verið í lykihlutverki í varnarleik Arsenal í mörg ár en þessi 31 árs gamli leikmaður kom til félagsins árið 2010.

Fréttirnar af nýjum samningum eru gleðifréttir fyrir stuðningsmenn Arsenal en þeir bíða nú frétt af samningaviðræðum Mesut Özil og Alexis Sanchez en þær viðræður hafa gengið hægt.



Athugasemdir
banner
banner