Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
banner
   mán 13. nóvember 2023 20:20
Elvar Geir Magnússon
Vín
„Mætti um morguninn og var sagt að ég væri kominn í annan klefa“
Kristian Nökkvi Hlynsson á æfingu í Vínarborg í kvöld.
Kristian Nökkvi Hlynsson á æfingu í Vínarborg í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristian í leik með Ajax.
Kristian í leik með Ajax.
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já það er markmiðið," svaraði Kristian Hlynsson þegar hann var spurður að því hvort hann vonaðist ekki eftir því að leika sinn fyrsta A-landsleik í þessum landsleikjaglugga.

Þessum nítján ára leikmanni líst vel á komandi leiki, gegn Slóvakíu á fimmtudag og Portúgal á sunnudag. Hann hefur verið í landsliðshópnum síðustu leiki en er enn að bíða eftir tækifærinu.

Age Hareide landsliðsþjálfari hefur ekki leynt aðdáun sinni á Kristian sem fótboltamanni og sagði á dögunum að hann væri hreinlega aðdáandi hans.

„Það var bara flott. Vonandi eru allir þjálfarar sem maður fer til aðdáendur manns og vilja að ég spili," sagði Kristian þegar hann var spurður út í ummæli hins norska. Kristian spjallaði við Fótbolta.net eftir æfingu í Vínarborg í kvöld.

Þó enn séu örlitlir tölfræðilegir möguleikar á að Ísland komist upp úr riðlinum má búast við því að umspil verði niðustaðan

„Það er allt hægt. Þetta eru tvö mjög góð lið og við þurfum að eiga okkar allra besta leik til að vinna þau."

   08.11.2023 14:00
„Ég er mikill aðdáandi Kristians Hlynssonar"

Ljósið í myrkrinu hjá Ajax
Kristian er einn okkar efnilegasti leikmaður og hefur verið að fá stærra og stærra hlutverk með hollenska stórliðinu Ajax. Á dögunum var tilkynnt að hann væri alfarið orðinn leikmaður aðalliðsins og dagar hans hjá varaliðinu og unglingaliðinu taldir. Það þýðir að hann er kominn í nýjan klefa á æfingasvæðinu.

„Það var mjög gaman. Ég mætti um morguninn og mér var sagt að ég væri kominn í annan klefa," segir Kristian.

Talað hefur verið um að Kristian sé einn af fáum björtum punktum á erfiðu tímabili Ajax. Liðið var í botnsætinu í Hollandi nýlega og blóðheitir stuðningsmenn létu óánægju sína í ljós.

„Þegar maður er inni á vellinum þá fókusar maður meira á leikinn. Ef við vinnum eru allir glaðir. Svo vilja stuðningsmennirnir fá meira ef ekki gengur nægilega vel. Það er bara markmiðið að klifra upp töfluna og gera vonandi aðeins betur í Evrópudeildinni og komast áfram þar," segir Kristian en Ajax hefur aðeins náð að rétta úr kútnum, er í tólfta sæti af átján liðum.

   02.11.2023 12:13
„Í svartnættinu hjá Ajax skín íslenskt ljós"

Athugasemdir
banner
banner
banner