Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   sun 14. janúar 2018 05:55
Ingólfur Stefánsson
England í dag - Stórleikur á Anfield
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag. Klukkan 13:30 mætast Arsenal og Bournemouth á Vitality vellinum.

Síðasta viðureign þessara liða endaði með 3-3 jafntefli. Vonandi verður boðið upp á svipaða skemmtun í dag.

Stórleikur helgarinnar fer svo fram á Anfield þegar Liverpool fá Manchester City í heimsókn. City hafa enn ekki tapað leik á tímabilinu og unnu 5-1 sigur í fyrri leik liðanna á tímabilinu.

Þrátt fyrir það telja margir að Liverpool geti strítt toppliðinu en Anfield er eini völlur deildarinnar sem Manchester City hefur ekki unnið á síðan nýir eigendur tóku við liðinu árið 2008.

Bæði lið hafa verið á góðu skriði en Liverpool hefur ekki tapað leik síðan 22. október þegar þeir töpuðu fyrir Tottenham. Þetta verður fyrsti leikur Liverpool eftir að Phillipe Coutinho fór frá liðinu til Barcelona.

Mohamed Salah snýr aftur í lið Liverpool eftir að hafa misst af tveimur síðustu leikjum vegna nárameiðsla. Hjá City eru Gabriel Jesus, Vincent Kompany og Benjamin Mendy á meiðslalistanum.

Búast má við hörkuskemmtilegum leik.

Leikir dagsins:
13:30 Bournemouth - Arsenal (Stöð 2 Sport)
16:00 Liverpool - Man City (Stöð 2 Sport)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 36 23 9 4 81 38 +43 78
4 Aston Villa 36 20 7 9 73 53 +20 67
5 Tottenham 35 18 6 11 69 58 +11 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Chelsea 35 15 9 11 70 59 +11 54
8 Man Utd 35 16 6 13 52 55 -3 54
9 West Ham 36 13 10 13 56 70 -14 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Brighton 35 12 11 12 53 57 -4 47
12 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
13 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
14 Crystal Palace 36 11 10 15 49 57 -8 43
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner