Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   þri 14. október 2014 14:30
Magnús Már Einarsson
Mutu var of fullur til að fá nýtt vegabréf
Mutu fékk sér aðeins of mikið.
Mutu fékk sér aðeins of mikið.
Mynd: Getty Images
Adrian Mutu, fyrrum framherji Chelsea, hefur oft komist í fréttirnar af röngum ástæðum en frægt er þegar hann féll á lyfjaprófi og var dæmdur í leikbann.

Nýjasta sagan af ævintýrum hans kemur frá heimalandinu Rúmeníu en þar gekk honum illa að fá vegabréf sitt endurnýjað.

Hinn 35 ára gamli Mutu er búinn að semja við FC Pune City í nýju ofurdeildinni í Indlandi og þurfti því að endurnýja vegabréf sitt.

Þegar Mutu ætlaði að endurnýja vegabréfið var hann búinn að vera í flöskunni og mætti blindfullur að sækja um endurnýjunina.

Mutu var að lokum hent út öfugum af skrifstofunni fyrir ósmæilega hegðun. Daginn eftir fékk Mutu síðan nýtt vegabréf þegar búið var að renna af honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner