Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   þri 14. október 2014 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Varane fór ekki til Manchester United vegna Phil Jones
Varane er aðeins 21 árs gamall og á 14 landsleiki að baki fyrir Frakkland.
Varane er aðeins 21 árs gamall og á 14 landsleiki að baki fyrir Frakkland.
Mynd: Getty Images
Raphael Varane er talinn einn efnilegasti miðvörður heims um þessar mundir og sagði Jose Mourinho í viðtali á dögunum að varnarmaðurinn var næstum genginn til liðs við Manchester United áður en hann ákvað að fara til Real Madrid.

Varane var spurður út í úrvalið af knattspyrnufélögum sem hann fékk að velja úr og svaraði opinskátt.

,,Manchester United? Nei, þeir voru nýbúnir að fá Phil Jones í mína stöðu," sagði Varane við franska blaðið L'Equipe.

,,PSG? Verkefnið þeirra var ekki nógu skýrt. Mennirnir frá Katar voru nýbúnir að taka yfir og það ríkti mikil óvissa.

,,Þegar ég heyrði að Real Madrid vildi mig þá var ég ekki strax tilbúinn að fara. Ég ákvað að fara eftir að ég vissi að þjálfarinn vildi hafa mig í byrjunarliðinu."

Athugasemdir
banner
banner