Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 16. apríl 2015 21:00
Daníel Freyr Jónsson
Evrópudeildin - Úrslit: Wolfsburg steinlá heima - Sevilla sigraði
Marek Hamsik fagnar öðru marki sínu í kvöld.
Marek Hamsik fagnar öðru marki sínu í kvöld.
Mynd: EPA
Fyrri umferð fjórðungsúrslita Evrópudeildarinnar fór fram í kvöld þar sem nokkuð var um áhugaverð úrslit.

Frammistaða Napoli í ítölsku deildinni undanfarið hefur ekki verið upp á marga fiska, en Rafael Benitez og leikmenn hans gerðu sér lítið fyrir og skelltu sterku liði Wolfsburg á þeirra eigin heimavelli, 4-1. Gonzalo Higuain og Manolo Gabbiadini skoruðu báðir fyrir Napoli, auk þess sem Marek Hamsik gerði tvö. Nicklas Bendtner skoraði sárabótamark fyrir Wolfsburg.

Þá unnu Evrópudeildarmeistarar Sevilla nauman 2-1 sigur á Zenit eftir að hafa lent 1-0 undir snemma leiks þegar Alexander Ryazantsev skoraði. Carlos Bacca jafnði hinsvegar metin á 73. mínútu og skoraði Denis Suarez sigurmark Sevilla undir lokin.

Í Úkraínu náði Fiorentina fínum úrslitum gegn Dynamo Kiev þar sem lokatölur urðu 1-1, á meðan Club Brugge og Dnipro gerðu markalaust jafntefli í Belgíu.


Sevilla 2 - 1 Zenit
0-1 Aleksandr Ryazantsev ('29 )
1-1 Carlos Bacca ('73 )
2-1 Denis Suarez ('88 )

Club Brugge 0 - 0 Dnipro

Dynamo K. 1 - 1 Fiorentina
1-0 Jeremain Lens ('36 )
1-1 Khouma Babacar ('90 )

Wolfsburg 1 - 4 Napoli
0-1 Gonzalo Higuain ('15 )
0-2 Marek Hamsik ('23 )
0-3 Marek Hamsik ('64 )
0-4 Manolo Gabbiadini ('77 )
1-4 Nicklas Bendtner ('80 )
Athugasemdir
banner
banner