Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mið 16. ágúst 2017 09:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Zidane pirraður yfir banni Ronaldo
Zidane er pirraður yfir banni Ronaldo
Zidane er pirraður yfir banni Ronaldo
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, hefur lýst yfir pirringi sínum á fimm leikja banninu sem Cristiano Ronaldo fékk á dögunum eftir að hafa ýtt við dómaranum í fyrri leik Real við Barcelona um spænska Ofurbikarinn.

Ronaldo kom inn á sem varamaður í leiknum og skoraði. Í kjölfarið fór hann úr treyjunni og var réttilega spjaldaður fyrir það. Stuttu seinna féll hann í teig Börsunga og mat dómari leiksins, Ricardo De Burgos Bengoetxea, að um leikaraskap væri að ræða. Ronaldo var ekki sáttur við það og stuggaði við honum þegar hann gekk í burtu.

Ronaldo fékk í kjölfarið fjögurra leikja bann ofan á eins leiks bannið sem hann fékk fyrir rauða spjaldið.

„Ég er pirraður. Við erum pirraðir. Ég ætla ekki að ráðast að dómaranum en þegar þú sérð hvað gerist og þú hugsar til þess að Cristiano er ekki að fara spila næstu fimm leiki. Eitthvað gerðist þarna... ég er pirraður," sagði Zidane á blaðamannafundi í gær.

„Það sem gerðist, gerðist, en þegar þú sérð hvað gerðist og að þeir hafi gefið honum fimm leikja bann. Það er mikið. Þetta er gróft bann og pirrandi aðstæður. Ég er ekki í höfði dómarans en hann þurfti ekki að reka hann út af."

Ronaldo mun missa af seinni leik Real gegn Barcelona og svo fyrstu fjórum leikjum liðsins í spænsku deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner