Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
   þri 17. nóvember 2015 22:45
Magnús Már Einarsson
Zilina
Oliver: Þeir skoruðu ljót mörk
LG
Borgun
Oliver á æfingu með U21 árs landsliðinu.
Oliver á æfingu með U21 árs landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var svekkjandi að tapa þessum leik en þetta er frábær upplifun fyrir mig að spila fyrsta landsleikinn. Þetta er eitthvað sem ég er búinn að stefna að allt mitt líf og þegar lífstíðarmarkmið næst verður maður að njóta augnabliksins. Mér fannst ég gera það nokkuð fínt þessar fáu mínútur sem ég fékk og ég er mjög þakklátur fyrir þær," sagði Oliver Sigurjónsson miðjumaður Breiðabliks sem spilaði sinn fyrsta landsleik í 3-1 tapi gegn Slóvakíu í kvöld er hann kom inná í lokin.

Lestu um leikinn: Slóvakía U21 3 -  1 Ísland

„Við vorum með leikinn alveg undir okkar stjórn þar til þeir skora og eftir það snýst leikurinn algjörlega við. Þeir skora frekar ljót mörk að mínu mati og þannig komast þeir inn í leikinn og þá verða þeir betri eftir að þeir klára. En það er eitthvað sem við verðum að halda áfram að vinna í að halda stöðugleika. Þetta var fínn leikur svosem fram að fyrsta markinu þeirra."

„Ég er mjög þakklátur fyrir að fá þessa viku með landsliðinu. Það er gaman að sjá hvernig þeir vinna, það er frábrugðið frá U21 árs liðinu. Rosalega gaman og eitthvað sem maður stefnir á áfram. Ég er aðeins búinn að fá nasaþefinn af þessu núna og þá er bara að halda áfram."


Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan þar sem hann segir að hann fari beint til Þýskalands á reynslu eftir þessa ferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner