Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mán 19. janúar 2015 18:36
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Vefsíða Víkings Ólafsvíkur 
Ingó Sig til Ólafsvíkur (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Ingólfur Sigurðsson er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Víking Ólafsvík.

Ingólfur lék með Þrótti Reykjavík og KV í 1. deildinni á síðasta tímabili en er uppalinn Valsari og á fjóra deildarleiki að baki með KR.

Hinn ungi Ingólfur hefur ekki aðeins komið víða við hér á landi og hefur spilað fyrir Heerenveen í Hollandi og Lyngby í Danmörku.

Ingólfur skoraði tvö mörk beint úr aukaspyrnu í sínum fyrsta leik fyrir Ólafsvíkinga þegar þeir lögðu Aftureldingu 3-1 í Fótbolta.net mótinu.

,,Ég tel að með því að ganga til liðs við Víking sé ég kominn á stað þar sem ég fæ tækifæri til þess að taka framförum sem leikmaður og líða vel - það vó þyngst í ákvörðun minni," sagði Ingólfur samkvæmt frétt á vefsíðu Víkings Ólafsvíkur.
Athugasemdir
banner
banner
banner