Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
   þri 19. júní 2018 22:12
Hulda Mýrdal
Lilja: Við vitum alveg af því að við höfum bara skorað 2 mörk í sumar
Lilja í leik með KR
Lilja í leik með KR
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Lilja Dögg leikmaður KR var að vonum ósátt með 4-0 tap fyrir Val.

"Þetta var alls ekki nógu gott í dag, því miður" sagði Lilja Dögg eftir leikinn."

KR liðið spilaði ágætan varnarleik í dag í fyrri hálfleik en náði ekki að skapa sér mörg færi. Hefur þú ekki áhyggjur af því?
"Vissulega, við vinnum ekki leikinn nema við sækjum og skorum mörk. Vorum ekki ekki að sýna brjálæða sóknartilburði í dag. En stóðum vörnina vel í fyrri hálfleik. En það er eitthvað sem fer í seinni hálfleik„ fókusinn eða eitthvað, sem klikkar og það leka þrjú mörk á örfáum mínútum."

En KR liðið fékk á sig þrjú mörk á sex mínútna kafla í lok leiks. Voru þið orðnar þreyttar?
"Ég held að þetta sé frekar einbeiting frekar en þreyta"
Hér labbar Edda Garðars fyrrum leikmaður KR framhjá og tekur nýja þjóðhátíðarlagið lipurlega
Nú hefur KR liðið einungis skorað 2 mörk í sumar, ætlar þú að reima á þig markaskóna?
"Maður veit aldrei! Við vitum alveg af því að við höfum skorað 2 mörk, við erum að vinna í því að leysa það. Einsog ég segi, við vinnum ekki leiki nema að við skorum mörk!"

Nánar er rætt við Lilju í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner