Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
   lau 19. ágúst 2017 17:59
Stefnir Stefánsson
Helgi Sig: Hver leikur núna er bara úrslitaleikur
Helgi gat leyft sér að brosa eftir frábæran sigur á Leikni Fáskrúðsfirði
Helgi gat leyft sér að brosa eftir frábæran sigur á Leikni Fáskrúðsfirði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta verður bara erfitt framhald, hver leikur núna er bara úrslitaleikur og við þurfum bara að nálgast þá á þann hátt. En ég er mjög ánægður með strákana í dag. Frábær sigur og mjög mikið af góðum spilköflum," sagði Helgi Sigurðsson eftir gríðarlega mikilvægan 4-1 sigur á heimavelli gegn botnliði Leiknis frá Fáskrúðsfirði.

„Jújú það hefur svosem ekkert verið neitt leyndarmál, og auðvitað stefnum við á að fara upp eins og mörg önnur lið. En þetta er bara mjög erfið deild, mörg góð lið sem eru að gera tilkall og það eru öll þessi lið að leggja sig fram. Það er ekkert hægt að segja að við eigum að fara upp, vegna þess að við verðum líka að bera virðingu fyrir því starfi sem er gert á öðrum vígstöðum," sagði Helgi aðspurður að því hvort að stefnan hjá Fylkisliðinu væri ekki sett á að fara upp í Pepsi-deildina.

Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  1 Leiknir F.

Albert Brynjar Ingason skoraði þrennu í leiknum í dag og var Helgi að vonum gríðarlega ánægður með hann sem og Fylkisliðið í heild sinni í dag.

„Það var frábært að sjá hann skora þrjú mörk, hann er kominn upp í tíu (mörk), þannig hann er kominn í tveggja stafa töluna. Hann mun bæta við nokkrum í viðbót það er engin spurning. Það er alltaf gott að hafa mann sem að er heitur þarna frammi. Hann stóð sig vel í dag ásamt öllum öðrum."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner