Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 20. apríl 2016 12:30
Elvar Geir Magnússon
Tíu eftirsóttustu ungu leikmennirnir fyrir sumarið
Ousmane Dembele í besta skapi.
Ousmane Dembele í besta skapi.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Julian Weigl.
Miðjumaðurinn Julian Weigl.
Mynd: Getty Images
Batshuayi er ákaflega spennandi leikmaður.
Batshuayi er ákaflega spennandi leikmaður.
Mynd: Getty Images
Færir Sane sig um set?
Færir Sane sig um set?
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Donnarumma.
Markvörðurinn Donnarumma.
Mynd: Getty Images
Guardian setti saman lista yfir tíu eftirsóttustu leikmennina í Evrópu, undir 23 ára aldri, fyrir sumarið. Sumarglugginn gæti orðið sá athyglisverðasti lengi enda peningarnir farnir að flæða í ensku úrvalsdeildinni með nýjum sjónvarpssamningi.

Þá eru peningaöfl eins og Manchester City og Chelsea að skipta um stjóra og verða líklega dugleg á markaðnum.

Ousmane Dembele (Rennes)
Þessi 18 ára strákur hefur verið magnaður á sínu fyrsta tímabili sem atvinnumaður, skorað 12 mörk í frönsku deildinni og skotið sínu liði í baráttu um Evrópusæti. Risarnir hafa áhuga á honum en Bayern München, Barcelona, Manchester City, Liverpool, Arsenal, Leicester og Tottenham hafa öll verið nefnt. Verður líklega ekki lengi hjá Rennes!
Deildarleikir: 21 - Aldur: 18 - Áætlað verðmæti: £25m

Renato Sanches (Benfica)
Fæddur í Lissabon en foreldrarnir eru frá Grænhöfðaeyjum. Lék sinn fyrsta deildarleik í lok október en sló samstundis í gegn. Manchester United er sagt hafa reynt að fá hann í janúar og njósnarar félagsins hafa fylgst grannt með honum. Arsenal hefur einnig áhuga.
Deildarleikir: 18 - Aldur: 18 - Áætlað verðmæti:: £30m+

Julian Weigl (Borussia Dortmund)
Keyptur til Dortmund frá 1860 München síðasta sumar hefur þessi ungi leikgreindi miðjumaður verið lykilmaður í þýska liðinu. Barcelona, Paris Saint-Germain og Manchester City hafa öll áhuga. Weigl hefur talað um að hann vilji ekki yfirgefa Dortmund strax og það gæti verið erfitt að lokka hann burt í sumar.
Deildarleikir: 27 - Aldur: 20 - Áætlað verðmæti: £25m

José Maria Giménez (Atlético Madrid)
Giménez hefur myndað magnað teymi með Diego Godín í hjarta varnarinnar hjá Atletico. Úrúgvæinn er á sínu öðru fulla tímabili hjá spænska félaginu. Real Madrid og Manchester City hafa áhuga. Skrifaði undir nýjan samning í janúar sem flækir málin fyrir áhugasama.
Deildarleikir: 24 - Aldur: 21 - Áætlað verðmæti: £50m

Michy Batshuayi (Marseille)
Þrátt fyrir vandræði Marseille hefur þessi Belgi skorað fimmtán mörk á tímabilinu og oft á tíðum sýnt stórskemmtileg tilþrif. Líklegur til að vera í belgíska hópnum á EM í sumar. Stuðningsmenn Marseille fögnuðu þegar hann skrifaði undir nýjan samning í janúar.
Deildarleikir: 28 - Aldur: 22 - Áætlað verðmæti: £20m

Mahmoud Dahoud (Borussia Mönchengladbach)
Fæddur í Sýrlandi en var aðeins tíu mánaða gamall þegar hann flúði landið með fjölskyldu sinni. Hefur hafið nýtt líf í Þýskalandi og lék sinn fyrsta leik í Bundesligunni í október. Miðjumaður sem hefur vakið mikla athygli við hlið Granit Xhaka.
Deildarleikir: 29 - Aldur: 20 - Áætlað verðmæti: £24m

Leroy Sane (Schalke)
Var algjörlega á eldi fyrir nokkrum mánuðum. Þjóðverjinn ungi var orðaður við Barcelona og Manchester City en á síðasta tímabili skoraði hann gegn Real Madrid í sínum fyrsta Meistaradeildarleik. Hefur aðeins fallið í skuggann eftir slæmt gengi Schalke að undanförnu en fer ekki leynt með að hann lætur sig dreyma um að spila fyrir stærra félag.
Deildarleikir: 28 - Aldur: 20 - Áætlað verðmæti: £20m

Eric Bailly (Villarreal)
Var keyptur til að fylla skarð Gabriel sem fór til Arsenal. Fílabeinsstrendingurinn kom frá Espanyol og hefur verið þrusuflottur í hjarta varnarinnar fyrir Villarreal sem keppir óvænt um Meistaradeildarsæti. Talið er að Pep Guardiola vilji fá hann til Manchester City en hann gæti fengið harða samkeppni.
Deildarleikir: 22 - Aldur: 22 - Áætlað verðmæti: £15m

Sofiane Boufal (Lille)
Miðað við fréttir er helmingur félagana í ensku úrvalsdeildinni með augun á Boufal, miðjumanni landsliðs Marokkó. Klókur sóknarmiðjumaður.
Deildarleikir: 27 - Aldur: 22 - Áætlað verðmæti: £15m

Gianluigi Donnarumma (Milan)
Einn af fáum ljósum punktum á erfiðu tímabili hjá AC Milan. Var búinn að tryggja sér stöðu aðalmarkvarðar 16 ára gamall. Silvio Berlusconi hefur sagt að Donnarumma muni spila fyrir Milan næstu áratugi en það mun ekki stöðva stórlið í að reyna við þennan hávaxna strák.
Deildarleikir: 25 - Aldur: 17 - Áætlað verðmæti: £30m
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner