Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 22. mars 2015 07:30
Brynjar Hafþórsson
Hvað er að Cristiano Ronaldo?
Ronaldo er ekki hress
Ronaldo er ekki hress
Mynd: Getty Images
Andy West sérfræðingur BBC í spænska boltanum hefur skrifað grein þar sem hann veltir því fyrir sér hvað sé að hrjá Cristiano Ronaldo.

Eins og margir hafa tekið eftir hefur Ronaldo verið allt annað en sáttur undanfarið, aðdáendur fjölmiðlar og liðsfélagar hafa allir fengið að finna fyrir pirringi hans.

Ronaldo byrjaði tímabilið stórkostlega og skoraði 25 mörk í fyrstu 14 leikjum tímabilsins. Form hans hefur hinsvegar hrapað eftir áramót og á meðan Messi raðar inn mörkunum hefur Ronaldo aðeins skorað 5 mörk til viðbótar.

Hegðun Ronaldo hefur vakið reiði stuðningsmanna Real sem hafa baulað á hann og gagnrýnt fyrir barnalega og sjálfselska hegðun. Hann fagnaði ekki þegar Gareth Bale skoraði gegn Levante eftir hjólhestaspyrnu Ronaldo og skemmti sér fram á nótt í afmælisveislu eftir 4-0 tapið gegn Atletico Madrid.

Andy West vill meina að El Clasico sé hinn fullkomni vettvangur fyrir Ronaldo til að ná sér aftur á strik en hann hefur skorað 8 mörk í síðustu 7 leikjum sínum á Camp Nou.

Endurkoma Luka Modric og Sergio Ramos er einnig ástæða til bjartsýni þar sem að með þá tvo er Madridar liðið mun öflugra. Modric er sérstaklega mikilvægur fyrir Ronaldo vegna getu hans til að koma boltanum hratt og örugglega fram á við í hættulegar stöður.

Með sigri á Camp Nou geta Real Madrid byrjað að snúa aftur til spilamennskunar sem að leiddi til 22 leikja sigurgöngu liðisins fyrr í vetur. Við gætum jafnvel séð Ronaldo brosa aftur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner