Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. janúar 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Freysi: Leikmenn fá stór hlutverk og nýja áskorun
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna Rakel Pétursdóttir gæti spilað sinn fyrsta landsleik í dag.
Anna Rakel Pétursdóttir gæti spilað sinn fyrsta landsleik í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
A landslið kvenna leikur í dag æfingaleik gegn Noregi, en leikurinn fer fram á La Manga þar sem liðin eru í æfingabúðum. Leikurinn hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma og verður hægt að nálgast beina útsendingu á vefsíðu norska knattspyrnusambandsins.

Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA), Anna Rakel Pétursdóttir (Þór/KA), Guðný Árnadóttir (FH), Hlín Eiríksdóttir (Valur) og Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik) gætu allar spilað sinn fyrsta landsleik í dag.

„Fyrst og síðast erum við að vonast eftir að sjá leikmennina þroskast í nýjum hlutverkum og taka eitt skref fram á við. Leikmenn sem hafa verið inn og út úr hópnum ásamt nýliðum fá stór hlutverk og nýja áskorun," sagði Freyr í viðtali á vef KSÍ.

„Við þurfum á því að halda sem lið að leikmenn þroskist hratt á jákvæðan hátt, það er mikið pláss fyrir bætingu hjá okkur, það er skemmtilegt verkefni."

Ísland hefur verið á La Manga síðan á fimmtudaginn síðastliðinn og endar ferð sína þar á að spila við Noreg. Freyr er spenntur fyrir leik dagsins.

„Við nálgumst leikinn á þann hátt að við viljum sjá góða frammistöðu, við höfum undirbúið liðið eins vel og kostur er á ef tekið er inn í samhengið; stutt samvera og árstími. Ef að leikmenn skila góðri frammistöðu og réttu hugarfari þá verð ég ánægður með verkefnið í heild sinni."

„Það breytist aldrei að þegar leikmenn klæðast landsliðsbúningi Íslands þá er um sérstakt stund að ræða, ég hvet leikmenn okkar til þess að njóta stundarinnar, það er gríðarlega mikilvægt."


Hér að neðan má sjá íslenska hópinn.

Markverðir
Guðbjörg Gunnarsdóttir Djurgarden
Sandra Sigurðardóttir, Valur
Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðablik

Varnarmenn
Rakel Hönnudóttir, LB07
Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07
Sif Atladóttir, Kristianstad
Glódís Perla Viggósdóttir, FC Rosengard
Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgarden
Hallbera Guðný Gísladóttir, Valur
Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA
Guðný Árnadóttir, FH

Miðjumenn
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals
Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik
Sandra María Jessen, Slavia Prag
Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðablik
Svava Rós Guðmundsdóttir, Roa
Andrea Mist Pálsdóttir, Þór/KA

Sóknarmenn
Katrín Ásbjörnsdóttir, Stjarnan
Berglind Björg Þorvalsdóttir, Verona
Fanndís Friðriksdóttir, Marseille
Agla María Albertsdóttir, Stjarnan
Hlín Eiríksdóttir, Valur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner