Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   sun 23. apríl 2017 21:30
Magnús Már Einarsson
Draumaliðsdeild Eyjabita - Jón Daði velur sitt lið
Lið Jóns Daða.  Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Lið Jóns Daða. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Draumaliðsdeild Eyjabita
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson.
Mynd: Getty Images
Skráning er í fullum gangi í Draumaliðsdeild Fótbolta.net og Eyjabita. Keppni í Pepsi-deild karla hefst eftir viku og hægt er að búa til lið fram að þeim tíma.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!

Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Wolves og íslenska landsliðsins, er tilbúinn með sitt lið fyrir sumarið.

„4-4-2 og ekkert kjaftæði," sagði Jón Daði þegar hann skilaði lðinu.

Lið Jóns Daða
Gunnleifur í markinu var aldrei spurning. Eldist eins og vín karlinn og er alltaf jafn öflugur milli stanganna.

Indriði Sig og Tomasz Luba verða grjóthart miðvarðapar. Samskiptin og skilningurinn milli þeirra verður uppá topp. Enda kann Indriði pólsku ásamt 7 öðrum tungumálum.

Vinstri kanturinn verður léttleikandi með Hrannar og Höskuld í fararbroddi.

Orri Sig í hægri bakverði klikkar ekki. Alltaf solid og agaður í sínum leik.

Óli Kalli verður á hægri kantinum. Hann er alltaf að fara að skora nokkur og leggja upp. Hann hlustar líka á alvöru tónlist, þannig að hann fær sæti í mínu liði.

Haukur Páll og Hilmar Árni á miðjunni. Haukur er svakalegt vinnudýr, en fólk ætti að taka eftir því að hann er einnig með gæði á boltanum. Hilmar Árni er frábær leikmaður sem getur skipt sköpum í mörgum leikjunum í ár. Hann mun alltaf gefa assist og mörk.

Frammi erum við síðan með Tokic og Atla Viðar. Hef grun um að Tokic verði markakóngur í ár. Síðan er Atli Viðar alltaf að fara að setja þau nokkur.

Sjá einnig:
Draumaliðsdeild Eyjabita - Tómas Þór velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Kristinn Freyr velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Viðar Ari velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Árni Vill velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Aron Þrándar velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Adam Örn velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Kristinn Steindórs velur sitt lið
Athugasemdir
banner
banner
banner