Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   sun 23. apríl 2017 18:34
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Norðurlöndin: Hjörtur hafði betur gegn Rúnari
Hjörtur og Bröndby hafði betur gegn Rúnari og félögum í Nordsjælland
Hjörtur og Bröndby hafði betur gegn Rúnari og félögum í Nordsjælland
Mynd: Getty Images
Íslendingar spiluðu víða um Norðurlöndin í dag.

Í Danmörku var Íslendingaslagur er Nordsjælland fékk Bröndby í heimsókn. Hjörtur Hermannsson lék allan tímann í hjarta varnar Bröndby og Rúnar Alex Rúnarsson stóð í marki Nordsjælland. Bröndby sigraði leikinn, 1-0.

Það var einnig Íslendingaslagur í Noregi er Rosenborg mætti Álasund. Daníel Leó Grétarsson og Adam Örn Arnarson byrjuðu báðir í liði og spiluðu allan leikinn. Aron Elís Þrándarsson var ekki í leikmannahópi Álasund. Matthías Vilhjálmsson byrjaði á varamannabekk Rosenborg en kom inn á þegar 72. mínútur voru liðnar. Leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Aron Sigurðarson spilaði allan leikinn fyrir Tromsö sem steinlá á heimavelli fyrir Stabæk, 3-0.

Guðmundur Kristjánsson lék allan leikinn fyrir Start í norsku B-deildinni en liðið vann Tromsdalen 2-1.

Elías Már Ómarsson fór útaf á 40. mínútu leiksins hjá IFK Gautaborg þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Östersunds. Elías fékk högg á augað og varð að fara af velli.
Athugasemdir
banner
banner
banner