Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
   þri 24. apríl 2018 19:00
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll: Menn átta sig ekki á því að við erum að spila á föstudag
Rúnar ræðir við Hilmar Árna Halldórsson.
Rúnar ræðir við Hilmar Árna Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pepsi-deildin hefst á föstudagskvöldið með tveimur leikjum. Mikið hefur verið rætt um viðureign Vals og KR en minna um leik Stjörnunnar og Keflavíkur.

„Ég held að menn átti sig ekki á því að við séum að spila á föstudagskvöldið! Það er alltaf bara talað um Val og KR, en það er allt í lagi" segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar.

„Það er hrikalega gaman að byrja þetta eftir strembinn vetur en skemmtilegan. Það er mikil tilhlökkun."

Það getur oft reynst erfitt að mæta nýliðum í fystu umferðinni, lið sem er nýkomið í deildina.

„Það er klárt. Þetta er verðugt verkefni fyrir okkur. Keflavík er með vel skipulagt lið. Ég sá þá spila gegn KR og við þurfum að eiga okkar besta leik til að ná þremur stigum."

Eyjólfur Héðinsson og Þorri Geir Rúnarsson eru meðal leikmanna í Stjörnuliðinu sem hafa verið að glíma við meiðsli í vetur. Hvernig er staðan á hópi Stjörnunnar fyrir fyrsta leik?

„Þeir hafa æft vel í 3-4 vikur og það eru allir heilir nema Guðjón Orri (varamarkvörður) sem er að jafna sig á hásinameiðslum. Það er þó jákvætt að hann er byrjaður að æfa eitthvað aftur. Annars eru allir heilir og verðugt verkefni fyrir þjálfarana að velja fyrstu ellefu fyrir föstudaginn," segir Rúnar.

Hann býst við spennu í titilbaráttunni og að það verði ekki eins auðvelt fyrir Val að landa titlinum og í fyrra. Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

föstudagur 27. apríl
20:00 Valur-KR (Valsvöllur)
20:00 Stjarnan-Keflavík (Samsung völlurinn)

laugardagur 28. apríl
14:00 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur)
14:00 Grindavík-FH (Grindavíkurvöllur)
16:00 Fjölnir-KA (Egilshöll)
18:00 Víkingur R.-Fylkir (Víkingsvöllur)

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner